Hertz bílasala

Ábyrgðarskilmálar

Ábyrgðarskilmálar vegna kaupa á notuðum bifreiðum

Gildistími ábyrgðar

  • 6 mánaða ábyrgð eða 7.500 km, hvort sem kemur fyrst. Ábyrgðin tekur til vélar, drifbúnaðar og miðstöðvar.
  • 1 mánaðar ábyrgð, eða 1.250 km, hvort sem kemur fyrst, á bremsubúnaði og kúplingu.
  • Ábyrgð gildir frá dagsetningu afsals.

Undanþágur ábyrgðar – Ábyrgðin nær ekki til eftirfarandi liða:

  • Lakkskemmdir eða ryð.
  • Uppítökubifreiðar.
  • Bifreiðar seldar sem B-vörur.
  • Bilana sem rekja má til misnotkunar, vanrækslu eða tjóns.
  • Bifreiða sem hafa verið breytt, t.d. breytingar á fjöðrunarbúnaði.

Takmarkanir ábyrgðar

  • Ef bifreið er seld áfram til þriðja aðila innan ábyrgðartímabils fyrnist ábyrgð frá Hertz.
  • Ábyrgð fellur úr gildi ef bifreið er ekki þjónustuð samkvæmt stöðlum framleiðanda.
  • Hertz endurgreiðir hvorki að hluta né í heild kostnað vegna viðgerða á öðrum verkstæðum, jafnvel þótt bilun falli undir ábyrgð.
  • Hertz ber ekki ábyrgð á bilunum eða skemmdum sem rekja má til viðgerða sem framkvæmdar eru af öðrum verkstæðum, nema slíkar viðgerðir hafi verið samþykktar af Hertz fyrirfram.

Tilkynning um bilun

  • Tilkynna skal um bilun skriflega á bilasala@hertz.is innan ábyrgðartímabils.
  • Ef ekki er tilkynnt um bilun innan ábyrgðartímabilsins fellur ábyrgð úr gildi, þó bilun hafi komið fram áður.
  • Mikilvægt er að tilkynna bilun sem fyrst til að koma í veg fyrir frekara tjón.